Rimmugýgur í þúsund ár

 

Senda á facebook

Rimmugýgjarþing 2016

Rimmugýgjarþing verður haldið laugardaginn 13. febrúar 2016 kl. 15.00 – 18.00 í húsnæði félagsins í Dverg. Rétt til þingsetu hafa aðeins fullgildir félagar með axir, þ.e. hirðmenn, atkvæðisrétt og kjörgengi aðeins þeir sem greitt hafa félagsgjöld síðasta árs fyrir eindaga sem var 1. desember. Þeir sem telja sig skulda eru beðnir að hafa samband við gjaldkera.

Að þingi loknu verður efnt til veislu samkvæmt venju.

Vonandi sjáumst við sem flest.

 

Sannað að Eiríkur rauði gat bruggað öl á Grænlandi

Fornleifafræðingum frá danska þjóðminjasafninu hefur loksins tekist að sanna að Eiríkur rauði og hans fólk gat bruggað öl á Grænlandi á sinni tíð.
Það hafa lengi verið vangaveltur um hvort loftslagið á syðsta hluta Grænalands hafi verið nægilega hlýtt á tímum víkinganna til þess að hægt væri að rækta þar korn og þar með brugga öl, eða mjöð, sem var einn helsti drykkur víkinga, elda graut og baka brauð.
Nú hafa danskir fornleifafræðingar fundið leifar af brenndu byggi í fjóshaug sem er frá þeim tíma þegar Eiríkur rauði og fleiri Íslendingar fluttu sig búferlum til Grænlands. Þetta er í fyrsta sinn sem ummerki um kornrækt finnast á syðsta hluta Grænlands fyrir um 1.000 árum síðan.

Leifur Eiríksson hinn heppni.

9. október er dagur Leifs Eiríkssonar eða Leifs Heppna sem talinn er hafa fundið Ameríku árið þúsund, fimm hundruð árum áður en Kristófer Kólumbus kom þangað.

Lengi hafa menn velt fyrir sér hvort Leifur hafi verið Íslendingur eða norðmaður en níundi október er ekkert sérstaklega tengdur atburði í lífi Leifs. En auðvita vitum við hvers lenskur hann var, auðvita Íslendingur

Hann var valinn sem dagur Leifs heppna vegna þess að þennan dag árið 1825 kom skipið Restauration til New York eftir þriggja mánaða siglingu frá Stafangri í Noregi, með 52 farþega innanborðs. Þetta var fyrsta skipulagða ferðin frá Skandinavíu til Bandaríkjanna.

Íslensku víkingarnir notuðu kristalla sem siglingartæki

Íslensku víkingarnir á söguöld notuðu kristalla sem siglingartæki þegar þeir sigldu um á langskipum sínum milli landa, eða heimsálfa. Getið er um þessa kristalla sem sólarsteina á nokkrum stöðum í Íslendingasögunum.

Það var hópur alþjóðlegra vísindamanna sem rannsakaði málið en niðurstöður þeirrar rannsóknar hafa verið birtar í tímaritinu Proceedings of the Royal Society.

Í Íslendingasögunum er nokkrum sinnum minnst á sólarsteina en forfeður okkar notuðu þá til að sjá stefnu til sólar í skýjuðu veðri. Aðferðin byggist á því að slíkir steinar skauta sólarljós og því er hægt að sjá hvar sólin er á himni með þeim þótt þungskýjað sé.

Í umfjöllun BBC um rannsóknina segir að víkingarnir hafi verið duglegir sjómenn sem sigldu þúsundir kílómetra milli Norður Evrópu og Norður Ameríku án áttavita sem fyrst var fundinn upp á 13. öld. Þeir hafi því haft önnur siglingatæki til að leiðbeina sér.

Tilgátur eru uppi um að sólarsteinar hafi verið gerðir úr íslensku silfurbergi. Hinsvegar koma aðrir kristallar til álita, þar á meðal kordíerít sem finnst í suðurhluta Noregs.

 

Gleðilegt ár

Gleðilegt ár víkingar

Síða 1 af 8

xnxx xxx porn tube porn porn video free sex free porn sex tube porn free sex
diyarbakir escort denizli escort halkali escort mersin escort balikesir escort sivas escort